Mjaltir › Rita nýja færslu — WordPress

Mjaltir › Rita nýja færslu — WordPress

Viltu bónus? 3.hluti Fríar fitusýrur

Í þessum síðasta hluta bónusgreina verður fjallað um fríar fitusýrur í mjólk.

Þar sem fríar fitusýrur í mjólk (hér eftir sk.stafað ffs) eru einn af gæðaþáttunum sem greitt er eftir og verðskert fyrir verður hér reynt að fjalla nokkuð um leiðir til að losna við hátt gildi ffs í tankmjólk mjólkurframleiðenda.
Trúlega geta há gildi mælinga ffs verið erfiðasti hjallinn í gæðum mjólkur að brölta yfir og fá í gott lag einfaldlega vegna þess hversu margir ólíkir þættir geta haft áhrif til hækkunar á ffs í mjólk framleiðenda.

Hvað er eðlilegt.
Magn frírra fitusýra í mjólk á helst ekki að fara upp fyrir 0,7 og alls ekki yfir 1,0.
Ffs er mælt í micromol í ml mjólkur og eru reglugerðarákvæðin vegna gæðamats þau að ef faldmeðaltal mælinga úr reglubundnum sýnum á mánaðargrunni fer yfir 1,1 m.mol dæmist mjólk viðkomandi framleiðanda í 2 flokk og verðskerðist samkvæmt reglugerð og fari faldmeðaltal mánaðar yfir 1,8 m.mol er mjókin í 3.flokk og verðskerðist eftir því.
Góð mjólk í ffs er 0,6 og undir en þegar mjólkin er yfir 1,0 eru næmir neytendur farnir að finna óbragð af mjólkinni og ef magn ffs er orðið yfir 1,8 m.mol eru nær allir farnir að finna óbragð sem lýst er eins og samblandi beiskju og einkennilegs óbrags sem er svo svæsið að þeir sem einu sinni smakka slíka mjólk gleyma bragðinu aldrei.

Sér í lagi á þetta við þegar mjólk er orðin dagsgömul og svo ekki sé nú minnst á tveggja daga gamla mjólk og eldri því þá fer að finnast skrítin lykt af henni langar leiðir.
Það er því ekki að undra þó mjólkuriðnaðurinn reyni að losna við þennan hvimleiða galla á mjólkinni ef sýni úr tankmjólk framleienda gefa tilefni til.

Erfitt að finna orsök.
Mjólkureftirlitsmenn hafa oft lent í algjörum hremmingum með að finna ástæður hárra gilda á einstökum bæjum og kemur það til af því að þegar ástæðan er ekki augljós og finnst strax, þá er líklegt að leita þurfi með ótrúlegri nákvæmni og fara í fjölmarga trúlega þætti eða langsóttari og erfiðari að laga s.s lífeðlifræðlegar ástæður einstakra gripa og jafnvel heilu hjarðanna þar sem allar mjólkandni kýr fá sama fóður.

Það getur verið auðvelt að finna ástæður hárra mælinga í ffs en einnig leiðinlega flókið ef ástæðan er ekki vélræns eðlis heldur af fóðrunar ástæðum og oft í bland við stöðu á mjaltaskeiði og týðni mjalta (mjaltaþjónafjós)
Þetta er ekki einfalt og kostar oft mikla yfirlegu og kunnáttu í fóðrun kúa.

Sýnatakan ekki heilög Biblía.
Ekki er víst að háar mælingar ffs séu ævinlega eins bölvaðar og sýnist því sýnatökubúnaður og aðferð við sýnatöku úr kúm er oft að valda hækkun á mælingargildum ffs ekki síst í mjaltaþjónafjósum, en þó er líklegt að stöðugar háar mælingar úr einstökum kúm séu í raun háar en e.t.v. ekki eins háar og niðurstaðan síðan segir til um.
Þetta hefur verið margsannað með tvöfaldri sýnatöku þ.e. vélrænni og handvirkri með.

Brothætt fitukúla.
Það má segja að ef ástæðan er ekki augljós megi reyna að velja um tvær megin leiðir til að ná niður háum gildum ffs, fyrri leiðin er að finna ráð til að styrkja hráefnið því hægt er með sanni að segja að mjólk úr kúm á krítisku tímabili geti verið brothætt þ.e. að himnan sem umliggur fitukúlurnar er þá viðkvæmari fyrir gauraganginum sem verður þegar úr júgrinu er komið og út í hinn harða heim og þá er hugsanlega hægt að styrkja hana (mjólkina) með rannsóknum á fyrrnefndum þáttum, t.d. að kýr í mjaltaþjónafjósunum undir 8 kg í dagsnyt komi ekki oftar í mjaltir en á 15 klst fresti, einnig að kýr yfir 300 daga frá burði en mjólkar yfir 8 kg fái ekki mjaltaheimild oftar en 2x á sólarhring, að skoða úrefnastöðu kúnna, gefa fituminna fóður, skoða efnainnihald fóðurs s.s. kjarnfóðurs og heilfóðurs og reyna að pikka út og laga ef hægt er þá þætti sem taldir eru kritiskir vegna aukningar á ffs í mjólkinni þannig að hún þoli betur vélræna meðferð við og eftir mjaltir, s.s. mjaltirnar sjálfar, dælingu úr skila í mjólkurtank og síðan kælingu og hrærslu mjólkurtakanns og að ógleymdu dælingu í mjólkurbílinn og meðferð mjólkur í sílotönkum afurðastöðvana.

Fóðrun kúa hefur jafnframt mikil áhrif á gildi ffs þ.e hve sterk himnan verður sem umlykur fitukúluna og hvort hún verður „brothætt“ eða ekki og því þarf að skoða úrefnainnhald sýna allra kúa í hjörðinni, prótein og fituinnihald, jafnvel gildi laktosa viðkomandi kúa í slagtogi við hátt úrefnainnihald getur verið vísbending um ástæðu viðkomandi grips í háum gildum ffs.

Þeir félagar bjarga oft.
Eins og sést og dæmi eru um getur verið mjög strembið að finna leiðina út úr langvinnum hremmingum vegna hárra gilda ffs og þá er leiðin sú ef ástæðan er ekki augljós og eða vélræns eðlis að þá fái viðkomadi bóndi ráðgjöf, heimsókn og skoðun tveggja aðila þ.e. mjólkureftirlitsmanns og ráðunauts um fóðrun gripa því þeir „félagar“ eiga með góðri samvinnu að geta fundið leið út úr leiðinlega erfiðum dæmum og hafa gert það vel.

Mjúka leiðin.
Þá er það seinni leiðin, að míkja meðhöndlun mjólkurinnar ef hægt er s.s. lækka sog og blástur, stytta dælutíma, breyta mjólkurtankanum þannig að hann frysti ekki mjólkina t.d. skipta yfir í kæliefnið r134a ef r404 eða kaldara efni er á kælikerfinu, virkja bæði kælielementin í tanknum, stytta hrærutíma, tíma lotukælingar, setja heitgasventil og stilla hrærslu þannig að tankurinn hræru-píski mjólkina sem minnst sérstaklega þegar lítið er í tanknum og í mjaltaþjónafjósum ætti að setja á langa kælitöf eftir losun og hafa hana ekki minna en 3 klst eða 180 mín.

Það krefst þess að þrif mjaltaþjóna, hreinleiki kúa og fjóss sé mjög góð svo líftalan þoli lengri kælitíma án þess að fara veg allrar veraldar uppá við.

Best er örugglega að reyna að fá vit í báða þættina þ.e. að styrkja hráefnið þannig að fitukúlurnar verði ekki eins „brothættar“ og laga vélrænu meðferðina eins og kostur er.

Eins og áður var vikið að, stöðu á mjaltaskeiði, nythæð, týðni mjalta, orkustöðuna í viðkomandi, magn lactosa ásamt úrefnastöðu og svo síðast en ekki síst fitumagn í kjarnfóðri og gæði heys.

Þarna er greinarhöfundur kominn á hálann ís vegna vankunnáttu á fóðrun og fóðurfræði, en mér sýnist samt eftir lestur margra greina um ffs vandamál að fræðifólki sé ekki ennþá alveg 100% ljóst hversu mikið vægi einstaka lífeðlisfræðilegir og líffræðilegir þættir hafi mest áhrif á magn ffs í mjólk og hvað beri nákvmlega að gera þ.e. svo það virki en sé ekki eingöngu eftir bókinni en virki ekki.

Vélræna vesenið.
Nokkuð margir meðhöndlunar þættir geta orsakað hátt hlutfall frírra fitusýra t.d. loftblöndun mjólkurinnar t.d. óeðlilegt loftinnpísk í óþéttum mjaltakerfum,tengistútum (mjókurkrönum) eða mjaltatækjum með of stórt loftinntak.
Þá göt á slöngum eða spenagúmmíum við mjaltir eða klaufagangur við ásetu tækjanna.

Mjólkurdælan er vinsæll leitarstaður þar sem hún getur farið ótrúlega ílla með mjólkina ef hún tekur loft eða dælir fantalega og ber því að reyna að þétta öxulloftpísk og mýkja dælingu eins og kostur er.

Síðan er pískun frá hræruverki mjólkurtanks eins og áður er vikið að oft orsakavaldur þ.e. ef hægt mjólkast í tankinn og hræruspaðinn lemur mjólkina og þeitir henni upp svo hún blandast miklu loftmagni og þá gerist oft annað í leiðinni en það er frost eða klakamyndun í mjólkurtanknum sem hefur sömu skemmdaráhrif á mjólkina og loftpískunin, sjá hér á undan.

Mjólkurstöðvarnar líti í eigin barm í leiðinni.
Það er ekki og hefur ekki verið stefna og takmark mjólkuriðnaðarins eingöngu að rasskella mjólkurframleiðandann vegna hárra gilda í ffs heldur er takmarkið að gæðin skili sér í gengum allt ferlið og endi sem drykkjarhæf mjólk í fernunni á borði neytandans.

Þess vegna er það haft að leyðarljósi og er skylda mjólkursamlaga á landinu að líta jafnframt í eiginn barm með því að móttaka og meðferð mjólkur frá framleiðendum sé meðhöndluð á faglegann hátt allt frá mjólkurbílnum, innviktuninni, sílotankanum, í ferðalagi sínu um rörverk afurðastöðvana og endi í átöppunardeildinni sem úrvalsmjólk.

Það mundi því vera boðskapnum trúverðugt að senda nokkur sýni úr sílótönkum eða innviktunartank afurðastöðva og síðan úr endastöð vinnslulínu t.d. átöppunardeild eða við skyrtank og kíkja eftir hvort góða mjólkin frá framleiðandanum sé ekki enn sama góða mjólkin?

Kristján Gunnarsson ráðgjafi

Viltu Bónus? 2.hluti Líftalan.

Nú verður fjallað um líftölu i mjólk frá bændum og helstu atriði sem þurfa að vera í lagi ef mjólkurframleiðandinn er að slægjast eftir bónusgreiðslu og vill halda líftölunni í skefjum

Líftala í mjólk eins og hún er mæld í dag telur gerlafjölda í einum millilítra
mjólkur og gefur nokkuð skýra mynd hvað varðar þessa hlið mjólkurgæðanna.
Þarna á talan að vera sem lægst, hún er gefin uppí þúsundum, t.d. 12 þýðir 12 þúsund í millilítra mjólkur.
Það á enginn mjólkurframleiðandi að þurfa að vera ofan við 20 í líftölu ef sæmilega er vandað til verka og búnaður í lagi.
Séu bændur að staðaldri yfir þeim mörkum er örugglega eitthvað sem betur má fara.
Oftast er hægt að greina orsakir hækkunnar á líftölu við nákvæma skoðun á viðkomandi bæjum.

Líftalan hækkar.
Líftöluhopp s.k. og stígandi hækkun líftölu eru oft af ólíkum ástæðum, óvænt hopp er oftast vankæling, bráðajúgurbólga, (oft að undirlagi E-colí) í þriðja lagi verulega slæmur drullugangur við mjaltir, í fjórða lagi kerfi eða mjólkurtank skortir þvottaefni.
Stígandi hækkun er oftast um að kenna vanþrifum þ.e. lélegum kerfisþrifum vegna lélegs þvottakerfis eða þvottur er of kaldur, þvottaefni skortir eða henntar ekki, vatnsgæðum og hitastigi og svo hefur hirðing gripa, júgurþvottur, þrif fjóss og loftræsting einnig áhrif í stöðugu háu líftöluinnihaldi, og ekki má gleyma göttóttum og gömlum spenagúmmíum.

Mjólkurdælan þ.e. sem dælir mjólkinni í mjólkurtankinn frá mjaltakerfinu er mjög oft sökudólgur í hækkun líftölu og verður að taka sundur dæluhúsið reglulega og skoða þrif, einnig verður að skipta um ásþéttingar dælunnar svo hún sé ætíð þétt og píski ekki lofti.
Þá er einnig algengt að spenagúmmí eru gerð allt of gömul og jafnvel orðin götótt á legg, en gömul slitin spenagúmmí valda hækkun líftölu og einnig hækkun á FFS auk þess að orsaka óbeint hækkun frumutölu og júgurbólgu.
Það er því áríðandi að fá þjónustufulltrúa í forvarnarvinnu árlega a.m.k. og yfirfara og skoða hvað er komið á tíma s.s. spengúmmí, mjólkurslöngur, kranapakkkningar og mjólkurdæluþéttingar.

Auk þess mælir hann alla áhrifaþætti s.s. soghæð og sogskipta.
Bóndinn þarf svo að skipta sjálfur um spenagúmmí í millitíðinni eða eftir 6 mánuði í hefðbundnum mjaltakerfum, annað gildir um mjaltaþjóna enda eru þeir þjónustaðir 3-4 sinnum á ári.

Þvotturinn.
Hér áður fyrr þegar flestir voru með rörmjaltakerfi eða kútakerfi í grifjum var þvottur kerfanna lélegur þ.e.a.s. flestar kerfisþvottavélar þvoðu og skoluðu ílla, lágur vatnshiti víðast hvar og skolun venjulega afar lítil og ófullnægjandi.
Í dag eru þvottakerfin flest með rafmagnshitun á þvottavatnið og hægt að forrita vélarnar eins og mönnum listir.
Hiti sápuþvottar ætti að vera 80 – 82°C í byrjun, vatnið kólnar mjög fljótt í hringrásinni í kerfinu og því ófullnægjandi að byrja með 70 – 72 °C eins og sumir vilja hafa það.

Við hærra hitastigið má segja að kerfið gerilsneyðist algjörlega.
Þvottatíminnn á að vera 8 – 10 mín. og sápuþvottinum á að ljúka áður en vatnshitinn fer niður fyrir 40°C svo óhreinindin ásamt fitu og próteini fari ekki að setjast inní kerfið aftur.
Þetta er áríðandi og magn hreinsiefna þarf að vera u.þ.b. 0,4 – 0,7 % upplausn, fer eftir gerðum og fjölda mjaltatækja ásamt gerð hreinsiefnis.

Súrt skal það vera.
Ekki má gleyma súrum þvotti einu sinni til tvisvar í viku því hann hindrar steinmyndun sem erfitt er að uppræta ef byrjar að setjast í kerfið (notið ekki saltpéturssýru, henni ætti að vera búið að útrýma úr mjólkuriðnaði vegna hugsanlegrar nitrat-nitrit mengunar í mjólkina.)
Sýruþvotturinn á að vera heitur, gamlar sögusagnir um kaldann sýruþvott eru kenningar sem ekki eiga við lengur.
Þá og ef um er að ræða hreinsun röra sem í langflestum tilfellum er raunin jafnvel í róbótafjósum, þarf hraði þvottavatnsins bæði sápu og sýru að vera mikill helst 7 -10 m.sec. ef árangur á að vera góður.
Of mikið vatnsmagn hefur áhrif á hraða þvottavatnsins, betra að hafa minna vatn og meiri hraða heldur en mikið vatn og lítinn hraða.

Aldrei á að forrita þvottakerfi þannig að þau bíði með sápurestar óskoluð fram að næstu mjöltum, slíkt er firra og fjarri allri skynsemi og auk þess að minka líftíma pakkninga og spenagúmmía.
Vitað er að þetta er gert sumsstaðar erlendir þar sem vatnsgæði eru óásættanleg.

Mjólkurtankurinn oftast sökudólgur.
Þegar bændum verður á í messunni er oft um að ræða mjólkurtankinn, oft óþvottur eða kominn í hann mjólkursteinn eða útfellingar úr vatni t.d. kísill úr hitaveituvatni.

Það er mjög algengt að bændur taka ekki eftir steinmyndun í mjólkurtönkum jafnvel þó þeir telji sig sýruþvo reglulega, það er til gott ráð til að sjá þetta, skolið tankinn innan með heitu vatni eftir þvott og látið tankinn þorna og þá ef það er steinmyndum inní tanknum eða mikil steinlegin svæði sjást þau greinilega, oftast sem grámi og eða þunn skán sem rispast ef skafið er í hana með nöglinni.

Blautur tankur eftir þvott sýnist ævinlega hreinn en er oft steinlagður á stórum svæðum.
Ef tankurinn er opinn gerð þ.e. ekki með sjálfvirku þvottakerfi og mannopi eingöngu þá þarf að láta súra efnið liggja í tanknum og bursta það uppá gafla og hliðar mörgu sinnum og láta það standa á stálinu í 4 – 5 klst og láta sýruna vinna sjálf, því það er ógjörningur að ná miklum steini með því að bursta í nokkrar mínútur eingöngu.
Það þarf að hafa sýrulögunina mjög sterka 5-7% og mín reynsla er að Súlfamin sýruduft t.d. Mjöll/Frigg vinnur best í steinhreinsun stáls.

Varðandi lokuðu mjólkurtankana verður að segjast að þar eru bændur of oft að lenda í óþarfa verðskerðingu vegna þess að þeir treysta í blindni á sjálfvirka þvottakerfið og kíkja ekki ofan í tankinn tómann fyrr en allt er komið í háaloft og mjólkureftirlitsmaðurinn heima á hlaði.

Ástæðan er oft biluð sápu eða sýrudæla, tómur sápu eða sýrubrúsi eða kalt þvottavatn.
Því miður gerist þetta of oft og er verulega gremjulegt fyrir bóndann sem vill vel.
Þá má ekki gleyma því að tankur sem er lengi að kæla veldur hækkun líftölu og er það algengur orsakavaldur hárrar líftölu.

Mjólkurtankurinn lengir kælitímann til muna þegar hlýnar í veðri og kuldakærum gerlum fjölgar hraðar en ella og hífa upp heildargerlatöluna.
Þess vegna þarf að hreinsa kæliristina (kondensinn) og loftræsta eins vel og unnt er að tanknum.
Bilanir á mjólkurtömkum eru tíðastar á vorin þegar hlýnar og skýrist það að lang mestu leiti á þessum atriðum þ.e. of þéttri kælirist vegna óhreininda.
Þarna eru þó undanþegnir nýjir tankar með vatnskældri kælivél sem er hið mesta þarfaþing.

Sparibaukurinn / Forkælirinn
Allir sem hafa nægilegt kalt vatn ættu að vera með vatnsforkælingu á mjólkinni áður en hún fer í mjólkurtankinn, það hefur sýnt sig að mjólkurgæði eru mun betri þar sem forkælt er og bóndinn verður fyrir minna áfalli tekjulega séð ef mjólkurtankurinn bilar því eftir góða forkælingu er mjólkin u.þ.b. 15-18°C kaldari en ef ekki væri forkælt.
Þá hefur forkæling áhrif til lækkunnar frírra fitusýra FFS þar sem heit mjólk er óæskilegri til blöndunar við kalda mjólk í mjólkurtanknum.
Snögg hækkun líftölu er mjög oft kælirof, t.d. bilun, rafmagnsleysi, gleymt að setja kælinguna á í fyrsta mál en þá er mjólkin í tanknum nær undantekningarlaust ónýt sé hitastig hennar yfir 10 °C í 8 klst eða meira, fer nokkuð eftir upphafinu þ.e. gæðum og líftölu mjólkurinnar í byrjun þ.e. eftir mjaltir.

Dýrkeyptur sjans!
Verst er þegar bændur “taka sjansinn” og senda vankælda mjólk frá sér (örugglega oftast í góðri trú og vegna vanmats) án þess að hafa samband við mjólkureftirlitsmann áður og fá hans álit, því svona kælislys geta eyðilagt tugi þúsunda lítra af góðri mjólk annanrra innleggjenda í mjólkurbílnum, í silótank í afurðastöðinni og það sem verra er getur þetta í versta falli ollið miklu tjóni á þeirri framleiðsluvöru sem unnin er úr hinu skemmda hráefni komist það í vinnsluferli í afurðastöðinni.

Aldrei skildi gangsetja kælingu að morgni hafi gleymst að gangsetja eftir fyrstu mjaltir kvöldið áður, mjólkin er ónýt og ber að farga, en margir hafa gert þau mistök að dæma vankælda mjólk söluhæfa eftir smökkun en slík aðferð til ákvörðunar gæða mjólkur er algjörlega ómarktæk og blekkir smakkandann, það er ekki fyrr en 1-2 sólarhringum síðar sem óbragð fer að finnast af vankældri mjólk, veit um mörg tilfelli og get t.d. nefnt eitt þar sem framleiðandinn sagðist ekki hafa fundið neitt óbragð af mjólkinni sem reynist við mælingu vera 3,5 milj. í líftölu og 4 flokks mjólk.

Verið ætíð vakandi fyrir breytingu á kælitíma mjólkurtanksins og látið vita ef þið eruð í minnsta vafa, mjólkureftirlitsmennirnir eru ykkar ráðgjafar og hjálparhellur sem eiga að aðstoða ykkur við að ná réttri lendingu í vafamálum.

Og blessaðir róbótarnir.
Varðandi líftölu mjaltaþjónafjósa er ljóst að hún er mjög misjöfn og þar steitir ekki á þvotti kerfisins heldur þrifum kúnna, ef passað er uppá sápuskömmtun og sápubrúsana (muna eftir að sparka í þá reglulega til að kanna stöðu þeirra) og halda góðum þrifum fjóss og nánasta umhverfi róbótanns.
Þá er verulegur ávinnningur í því að klippa kýrnar, sér í lagi júgur, læri og kvið vegna nándarinnar við mjaltabúnaðinn og einnig vegna þess að mjaltaþjónninn er mun öruggari við ásetu mjaltahylkjana, þ.e. lazergeislinn sér spenana miklu betur ef ekki eru hárbrúskar og drullukleprar að móast fyrir.
Það er reynsla mín að róbótafjós með lága líftölu eiga það sameiginlegt að þar eru básar þurrir og borið í þá daglega, kýr eru hreinar og nær alltaf reynt að halda mjaltaklefanum eins hreinum og unnt er, þ.e. smúlað er frá honum oft á dag og vel skafnar gönguleiðir kúnna.

Kenningin er einföld, bóndinn þarf að tryggja róbótanum þrifalegt vinnu umhverfi og hreinar kýr þá gengur þetta ágætlega.
Ef menn nenna því ekki þá einfaldlega gengur þetta ekki upp.
Aldrei verður nægilega á það bent að slæm eða léleg loftræsting í fjósum hefur neikvæð áhrif á alla gæðaþætti t.d. líftölu og vaxtarskilyrði alls kyns sýkla, grómyndandi gerla, sveppa og þess háttar ófögnuðar batna við hærra rakastig og heitara umhverfi.
Svo ekki sé nú minnst ákjósanleg skilyrði fyrir myndun flugnaplágu sem er hreinasta sóðaplága og er skaðleg bæði mjólkurgæðum og heilsufari gripa í fjósinu.

Samantekt.
Vendipunktarnir sem hafa mest vægi í líftölu eru hreinlæti við mjaltir, hirðing kúa, þvottur og þrif mjaltakerfis og mjólkurtanks og síðast en ekki síst kælitími mjólkurinnar niður í 3,5°C.
Hreint loft - góð þrif - hreinar kýr - hröð kæling - engar flugur = líftölulág mjólk, líkleg bónusgreiðsla og aukabónus að mjólkureftirlitsmaðurinn sést aldrei.

Kristján Gunnarsson
Ráðgjafi

Viltu Bónus? 1.hluti (Frumutala og júgurheilbrigði)

Ég hef gegnum týðina og þegar ég starfaði sem mjólkureftirlitsmaður varið miklum tíma í að fá mjólkurframleiðendur í forvarnarvinnu, bæði vegna líftölu í mjólk og frírra fitusýra (ffs) en ekki síst þegar júgurheilbrigði og frumutala á í hlut, því ljóst er að lyf eru engin lausn heldur þrautarlending þegar júgurbólga er annars vegar, og þegar líftalan skutlast upp eða stighækkar eða mæling er há í ffs er oft of seint um rassinn gripið og bónusgreiðsla viðkomandi mánaðar er fokin út í veður og vind og verður ekki aftur tekin.

HVAÐ VINNST?
Frekar fúlt finnst bændum „oftast“ því til eru bændur og ég þekki nokkra sem gefa lítið fyrir bónusinn og finnst forvarnarvinna í þessum efnum ílla launuð.
Hverjum er sama um bónusinn og hverjum ekki skiptir ekki máli en mér finnst það hljóti að muna um að fá um 1.70 kr/ltr í ofanálg fyrir gæðamjólk, t.d. þýðir það fyrir 350 þ. lítra bú tæpar 600.000 kr á ári takist að framleiða úrvalsmjólk í öllum mánuðum.

Einn bóndi í þessum stærðarflokki sagði að bónusinn borgaði allan dýralækniskostnað búsins á árinu auk nokkurra kassa af rauðvíni eins og hann orðaði það sjálfur og glotti um leið greinilega ánægður með lífið og tilveruna.

Ætla að byrja á að viðra skoðanir mínar á forvörnum og vinnu gegn júgurbólgu og hárri frumutölu jafnvel þó svo MS hafi nú ráðið dýralæknir til að aðstoða mjókurframleiðendur í þeim efnum og vonandi að kúabændur kunni að meta það ágæta framtak.

En sem sé, frumutalan fyrst og síðar pistlar um önnur atriði sem varða bónusgreiðslur.
Ég vona að það sé ljóst að þó ég nefni hér og fari yfir atriði og vinnubrögð sem allir bændur þekkja vel og þarf vanalega ekki að segja þeim, þá er ekki hægt að úttala sig um þessi mál nefna nefna alla flóruna sama hve augljós hún er vönum bændum.

Uppeldið númer 1,2 og 3.
Það er eðlilegast að byrja á því að ræða smákálfana, kvígurnar sem góða byrjun á forvörnum og það er óumdeilanlega skynsamlegt að reyna að tryggja að byrjun sogatferlis verði ekki í smákálfastíunum.
Ef smákálfarnir læra að sjúga hver annan í uppeldinu eru mun meiri líkur á sugum á eldri stigum, þeir byrja oft vegna vanlíðan og leiðinda að sjúga eyru hvers annars og rata síðan oftast að lokum í júgursvæðið.
Góð forvörn við slíku er að kálfunum líði vel og eru þá leguaðstæður og þurrt umhverfi stærsti þátturinn þ.e. hafa þá t.d. á þurrum og miklum hálmi við hæfilegt hitastig 13 – 15 °C og þrif séu það góð að flugnaplága angri þá ekki.

Flugur gera stórskaða.
Það er hörmung að sjá smákálfa þakkta flugum sem angra þá og skríða inní eyru þeirra og augu, smákálfum við slíkar aðstæður líður verulega ílla og eru vansælir.
Forvörn við flugnaplágu er hreinlæti, hreinir gripir, góð loftræsting, lágt hitastig og hafa flugnaspjöld eða láta eitra ef ekki tekst að halda flugunni í skefjum.
Lítil rýr kvíga sem elst upp við lakar aðstæður verður sjaldan góð mjólkurkýr og beri hún með júgurbólgu er líklegt að hennar fyrsta mjaltaskeið verði einnig hennar síðasta.
Byrjið strax að leyfa þeim að kroppa í fóðurbæti, það eykur á þroskaferli þeirra.
Aldrei skyldi hafa smákálfa á berum steinbitum, raunar ekki nokkra skepnu.
Smákálfum virðist einnig líða betur innan um aðra kálfa á svipuðu reki, eru félagslyndir og kúra sig saman þegar þeir liggja, þannig að góð hóphálmstía er að mínu mati mun betri en einstaklingsbox ef þroskaferli er haft til hliðsjónar.
Það er gríðarlega áríðandi að hálminum sé haldið þurrum þ.e. að bætt sé reglulega á hann og síðan mokað út og endurnýjað þegar hann fer að verða blautur og skítugur.
Einnig er talið frumskilyrði að smákálfurinn fái mikinn brodd fyrstu dagana eftir fæðingu því þannig fær hann mótstöðuna gegn sjúkdómum og byggingu ónæmiskerfisins frá móðurinni og þéttingu garnakerfisins og þetta er allt saman forsenda þess að kálfurinn haldi hreinlega lífi og nái hreysti.

Eldri kvígur.
Þegar kemur að eldri kvígum þ.e. eftir 6 mánaða aldurinn er það sama uppá teningnum þ.e. þurrt og gott legusvæði, annnað hvort hálmur eða það sem ekki er síðra, mjúkir legubásar.
Síðan er hið augljósa eftir, að halda fengnum hlut þegar kýrin er farin að mjólka og þar ber fyrst að nefna að borið sé í básana og þeim haldið eins þurrum og hægt er.
Skynsamlegt er að nota gott sag og blanda því saman 50/50 eða 60/40 við t.d. Staldren sem er þurrkandi og sýklahemjandi duft sem fæst víða m.a á Bústólpa.
Sér í lagi er þetta mikilvæg forvörn í lausagöngufjósum þar sem kýr liggja ekki á sama básnum og geta því mögulega lekið sig í bása út um allt fjós sem getur haft þær afleiðingar að smitferli eykst til muna.

Notið aldrei spæni undir kýr vegna hættu á að flísar stingist í spena eða spenaop og myndi sár sem oftast endar með júgurbólgu því aragrúi er af sjúdómsvaldandi sýklum í básunum sem bíða færis að komast í æti.

Forvarnarvinnan borgar sig.
Ef hægt er ber að reyna að mjólka kýr með júgurbólgu á eftir heilbrigðum kúm en þetta er raunar erfitt í lausagöngu og nánast ógerlegt í róbótafjósum en þar gerir þetta minna til því róbótinn skolar hylkin eftir hverjar mjaltir og minnkar þannig líkur á millismiti.
Ef júgurbólga er mikið vandamál í fjósi getur verið til bóta að nota góðann spenaúða, ég segi úða því sá galli er á dýfuglösum að þau geta orðið smitberi milli kúa nema hreinlæti þeirra sé þeim mun betur gætt, þ.e. glösin þrifin og tæmd daglega.
Spenaúðinn þarf helst að mynda lokunardropa neðan í spenaopinu til þess að hæfileg vörn sé að þ.e. speninn sé sem mest lokaður eftir mjaltir til hindrunar nýsmiti uppí gegn um spenaopið, dýfur sem innihalda joð eru hátt skrifaðar þessa stundina.
Það tekur spenaopið og varnarkerfi spenanns u.þ.b. hálfa klst. að lokast og mynda viðunandi vörn gegn utanaðkomandi sýklum eftir mjaltir.
Þetta meðfædda varnarkerfi er gríðarlega öflugt en getur skaðast og orðið lélegt ef t.d. mjaltir eru óvandaðar, soghæð mjalta ekki á réttu róli eða ónýt spenagúmmí svo eitthvað sé nefnt.

Fyrstu merki um að eitthvað sé að er útdregin slímhimna í spenaopinu og kross sprunginn spenaendi.
Fylgist vel með mjaltakerfinu hvort heldur hefðbundnar mjaltir eða sjálfvirkar og sparið ekki fyrirbyggjandi skoðanir, mælingar og yfirferð þjónustuaðila.
Spenastig og bindingar.
Þá ber að nefna varnir gegn spenastigi sem er alvarlegur skaðvaldur, einn sá algengasti, og þá er básinn og bindingarnar ef kýr eru bundnar, ofarlega á áhættuskránni, burt með klafa og keðjubindingar og reimar í staðinn, lækka kantinn milli báss og fóðurgangs niður fyrir 15 cm, mjúkar mottur í bása, en einnig að mjólkandi kýr, kýr í geldstöðu eða yfirhöfuð kýr sem farið er
að koma undir séu ekki hafðar í stíum með hörðu undirlagi og þá sér í lagi ekki á steinbitum vegna eigin stighættu, stighættu af öðrum kúm og ekki síst kulda frá haughúsi.

Klippa klaufir.
Og að endingu og ekki síst, atriði sem er mjög mikilvægt en það er klaufahirðan, því ofvaxnar klaufir eru undirrót margra sjúkdóma í kúm m.a. júgurbólgu, svo ekki sé nú talað um stighættu kúa með ofvaxnar klaufir þar sem hættan er mest þegar þær eru að standa upp eða leggjas

Við höldum svo áfram í 2 og 3 hluta fljótlega.

Kristján Gunnarsson ráðgjafi um mjólkurgæði.

Delaval mjaltaþjónar með yfirburði 2015

Delaval mjaltaþjónar tóku 3 efstu sætin !

Ársuppgjör skýrsluhalds 2015 var gert kunnugt fyrir skömmu og má segja að Delaval mjaltaþjórnir hafi hreinlega haft mikla yfirburði yfir önnur merki með glæsitölur magns í innlagðri mjólk pr. mjólkandi kú voru í þremur efst sætum þ.e. Gautsstaðir, Garðakot og Stóru-Tjarnir, þá 5 af fyrstu tíu og 8 af fyrstu 20.

Undirritaðu er afar stolltur af þessari frábæru niðurstöðu
Við hjá Delaval Bústólpi ehf og Fóðurblandan ehf seljum Delaval á grunni kosta þeirra og vandaðri smíði.
Auðvitað er ekki nóg að eiga góðann mjaltaþjón það þarf að hugsa um fóðrunina 1,2,3 og umhirðu og smitgá fjóssins.
En góður bóndi sem fóðrar rétt og á Delaval mjaltaþjón er örugglega vel settur það sýnir reynsla þeirra bænda sem voru svo framsýnir aðveklja Delval
Ekki meira að sinni en lesendur geta skoðað skýsluhalds niðurstöðurnar 2015 á vef rml.is

Hraustar kýr, jarðbundið fjós.

Líður kúnum þínum ílla í fjósinu af völdum spennumunar eða mikils rafsegulsviðs?
Hér verður rifjuð upp og uppfærð grein undirritaðs frá 2002.

Vegna átaksverkefnis af hálfu MS um bætt júgurheilbrigði er vert að ítreka viðvörun um skaðleg áhrif rafstraums á búpening þó aðallega kýr, og hugleiða nokkuð þetta mál og gefa góð ráð til fyrirbyggjandi aðgerða.
Um þessi mál eru ýmsar kenningar og menn eru ekki á einu máli um hvað skiptir máli og hvað ekki og sumt minnir beinlínis á þjóðsögur.

Grundvallaratriði sem hafa ber í huga er að rafmagn fer ætíð greiðustu og stystu leið til jarðar þ.e. um bestu leiðnileiðina.
Vitað er um nokkur dæmi s.s. í nýju fjósi þar sem í ljós kom að há frumutala og óskýranleg tilvik júgurbólgu virtist m.a. vera um að kenna lélegu jarðsambandi og algjörlega óviðunandi sambindingu járnavirkja og auk þess hállt gólfefni inní mjaltabás.

Kýrnar viðkvæmar.
Kýrin stendur á fjórum fótum og langt er milli fram og aftur lappa og er hún þar af leiðandi kjörin til að tengja saman leiðandi hluti, svo sem vatnsbrynningartæki og flórrist, milligerði og hliðgrind eða mjaltaþjón og stýrihlið svo dæmi séu tekin.
Jafnvel milli arms og mjaltaþjóns getur myndast spennumunur ef sambinding er ekki nægilega trygg.
Einnig er ljóst að kýrin getur myndað smá hleðslu af básmottum og dýnum og afhleðst þá þegar hún snertir járn eða nær jarðsambandi líkt og við þekkjum sjálf.

Málið er að kýrnar eru mun viðkvæmari fyrir spennumun en maðurinn t.d. vegna fleiri útlima, blautra grana, byggingarlags og mun næmari skynfæra.

Sem dæmi, kýr með blautar granir snertir milligjörð eða vatnsdall og stendur með blautar afturlappir á flórristum getur auðveldlega orðið fyrir spennumun milli þessara járnvirkja.
Hún skynjar og hefur vanlíðan af jafnvel örfáum millí-voltum, og verður óróleg, vansæl og mun líklegri til þess að verða nytlág, veikindasækin og listarlaus.
Þetta getur síðan leitt til streytu þannig að kýrin verður veikari fyrir allskyns áreiti þ.m.t. júgurbólgu þ.e. ónæmiskerfi hennar verður veilla og ver sett hvað varðar nýsmit júgurbólgu sýkla.

Fjölmörg leiðandi virki í fjósum í dag.
Eins eru legubásafjósin með allar sínar básaeyjar, milligerði, stýrihlið, mjaltaþjóna, vatnsbrynningu, kör og vatnsdalla, sköfuþjóna (flórgoða) eða flórsköfur sem stöðugt eru á ferðinni, legubásafjósin eru því því ekki síður en gömlu básafjósin kjörin fyrir spennumuns vandamál sé ekki rétt að málum staðið.
Þarna skiptir auðvitað máli hvort skepnan nær að snerta tvö leiðandi virki samtímis en þó eru hugsanlega líkur fyrir því að spennumunar og segulsviðs gæti gætt milli frístandandi básaeyju og flórgólfs vegna raka og bleytu.

Það má örugglega fullyrða að með því að eyða nokkrum aukakrónum í að vanda til verka hvað varðar jarðbindingu og ekki síst sambindingu megi búast við margföldum ágóða til baka í formi meiri mjólkur, minni dýralækniskostnaðar, betra heilsufars kúnna almennt og sennilega oft fleiri mjaltaskeiða þ.e. heilbrigð kýr lifir lengur.

Hvað á að gera?
Það sem kúabóndinn ætti að gera er eftirfarandi:
Fá rafvirkja eða tæknimann sem hefur til þess tæki og kunnáttu að mæla hvort jarðbinding fjóss og mannvirkja er nægileg.
Þetta er vanalega gert með s.k megger og hringrásar viðnámsmælir en svo má auðveldlega sem forkönnun sjá með skoðun og rannsókn kunnáttumanns hvort nægilega vel sé bundið, hreinlega líta eftir bindileiðslum, aðstæðum og samsetningum járnavirkjanna og leiða þannig líkur á að nægileg sambönd og bindingar séu fyrir hendi.

Þarf að skoða hvort eingöngu sé um að ræða svokallaða sökkuljarðbindingu eða eingöngu jörð í kappli inntaks og ef svo er að reka þá einnig niður í gljúpann jarðveg úti nokkur stafskaut ekki undir 1,5 – 2,0 m að lengd og leiða frá þeim 25-50 qvaðrat fjölþátta jarðleiðslu að safnskinnu fyrir jörð í rafmagnstöflu og að helstu járnavirkjum þannig að rofni eitt þá séu a.m.k. 2-3 önnur sem gefa gott jarðsamband þ.e. jörð úr mörgum áttum nokkurs konar „stjarna“.

Einnig má fá mjög gott jarðsamband með því að grafa niður 20 – 30 metra af sverum óeinangruðum þráð (50 -70 qvaðrat) c.a. 1 meter niður í gljúpann jarðveg.
Frá töflu þarf síðan sérstaka jarðleiðslu að vatnsinntaki og að fyrsta leiðandi virki í fjósinu.

Síðan þarf og þetta er áríðandi og á við básafjós með mjaltakerfum eða legubásafjós með mjaltaþjónum eftir því hvað á við, að binda saman allt leiðandi járnavirki með 16-25q leiðslu, þ.e. vatnslagnir, milligjarðir á básum sem og í mjaltabás, soglögn, flórristar, ristar í mjaltabás ef þær eru þar sem kýr standa í mjöltum, mjaltaþjón, drullugrindina undir mjaltaþjóni (Lely), stýrihlið, stök millivirki, básamilligerði á eyjum, grindur í gjafaaðstöðu, gjafakerfi (weelink) hleðslustöð fyrir flórgoða og önnur sjálfstætt standandi hlið og grindverk.

Þar sem lagnir og milligerði eru samansoðnar eða fest saman á annan tryggilegan hátt nægir að jarðbinda þau virki í sitt hvorn enda.
Ef flórristar í básafjósi eru saman soðnar eða ná góðri leiðni hvor við aðra er nægilegt að binda þær saman við milligjarðirnar í báða enda hverrar raðar.
Þá þarf að binda á a.m.k tveimur stöðum í loftklæðningu ef hún er úr járni eða stáli og alla járnbita niður veggi.

Þakklæðningu, strompa ef í er vifta og utanhússklæðningu úr járni ætti einnig að jarð og sambinda.
Láta huga að gömlum fluorsent lömpum og binda þá til jarðar ef þarf ásamt því að þéttatengja spóluna (ballestina) í ljósinu svo þeir trufli síður og angri skepnur.
Nýrri gerðir fjósljósa með ofurperum eru vanalega vel frá gengin séu þau sett upp af fagmönnum.

Stundum reynist erfitt að koma á sambindingu á frístandandi básaeyjum en venjlega þarf þá að fara með bindinguna frá bita í lofti, eða allavega leiðslan verður að koma ofan frá í járnröri og þarf að „gorma“ hana þar sem hún kemur út úr rörinu þannig að hún þoli hreyfingu og snus gripa, venjulega er þræðinum snúið utan um grant rör eða sívalning og þannig búinn til gormur.
Þegar eins og á undan er lýst hefur verið framkvæmt er orðið eins tryggt og mögulegt er að ekki eða ólíklega gæti spennumunar í fjósinu skepnum til ama.

Vera vakandi fyrir einkennum.
Þá þarf í öllum fjósum reglulega að prófa virkni útsláttarrofans (lekastraumsliðans) í rafmagnstöflunni en næmni hans á að vera minnst 30 mA.
Prófunarhnappur er á liðanum.
Mikill raki og bleyta í fjósi og mjaltaaðstöðu eykur líkur á spennumun þannig að góð loftræsting er nauðsynleg.
Þar sem kýr sýna merki vanlíðunar, eða eru taugatrektar, éta ílla, há frumutala í hjörðinni, of mikið um júgurbólgu og óútskýranleg nytlægð, ef allt þetta eða einn af þessum þáttum er gegnum gangandi í fjósinu ætti hiklaust að kanna jarðsambönd og sambindingar járnavirkja.

Binni Snorra og aðrir snillingar.
Nokkrir aðilar gefa sig út í mælingar á þessum þáttum og er þekktastur Brynjólfur Snorrason í Mið-Samtúni sem unnið hefur mjög gott brautryðjandastarf sem lofsvert er og er ómaksins vert fyrir bændur að fá Brynjólf eða aðra sem kunna til verka til að kíkja á jarðsambönd og sambindingar.
Eins er hægt að fá kunnáttumenn til að hreinlega skoða með berum augum sambindingar og gerð jarðskauta svona sem forkönnun.

Eru utanhúss segulsvið hættuleg?
Varðandi áhrif skaðlegs eða sannarlegs rafsegulsviðs utandyra af einhverjum orsökum er vitað að allsterkt rafsegulsvið getur verið untanhúss í afmörkuðum radíus umhverfis háspennuvirki (spennustöðvar) og undir háspennulínum og er því ástæða til að byggja ekki fjós undir hápennulínum eða í nálægð háspennuvirkja þar sem líklegt er að það geti aukið á vanlíðan skepna og manna.
Það eru fjöldi rafsegulsviða í og uppúr jörð sem við göngum á og sem auðvelt er að finna og mæla, en erfiðara að meta hvort það gerir skepnum og mönnum einhverja skráveifu eða sé sára meinlaust.

Hvaða áhrif menn eru að mæla utanhúss þegar engin háspennuvirki eru nálæg er alls ekki vitað né heldur hvort þar er um að ræða skaðlegt eða meinlaust segulsvið.
Segulsvið mælist í staðbundnum raflögnum t.d. inní fjósum en ef vel er jarðbundið og sambundið verður það ólíklega til óþæginda fyrir skepnur og menn og mun hættulegri er spennumunur (útleiðsla) sem orsakast af s.k. „flökkustraumum“ sem í einföldun eru þau amper eða brot úr amperi (straum) sem fer á flakk eftir bakrásum í t.d. fjórleiðarakerfi (stofn) þar sem eru t.d. 3×380 volta fasar og núll, en núll og jörð sambundið (núllað kerfi) og er því skynsamlegra að nota ævinlega fimmleiðara stofn þ.e. núll og jörð aðskilin þannig að flökkustaumar asnist ekki núllleiðina til baka heldur jarðsambandsleiðina.

Með góðri sambundinni jarðtengingu í fjósum og öðrum skepnuhúsum er vísast að bændur geti verið nokkuð vissir um að gripir þeirra búi við kjöraðstæður með tilheyrandi vellíðan og aukinni hreysti.

Hrein bú.

Hreint og beint.

Allmargir mjólkurframleiðendur hugsa of lítið um snyrtimennsku og góða umgengni á býlum sínum og hefur áróður hvað þetta varðar virkað misjafnlega, þ.e.a.s. nokkrir bændur hafa því miður hafa ekki séð ástæðu til að fegra umhverfi sitt og bæta þannig ásýnd íslenskrar mjólkurframleiðslu
Tek það fram að nú tala ég um landið í heild þar sem ég ferðast mikið um það.

Líklegt er að á næstu árum aukist innfluttningur landbúnaðar afurða því kröfur um afnám verndartolla á innfluttar landbúnaðarafurðir bæði mjólkurvörur kjöt og grænmeti og aukið samstarf við ESB, þá verður enn meira aðkallandi en fyrr að ekki sé brotalöm í frumframleiðslunni þ.e.a.s. heima á framleiðslubæjunum og því er ástæða til að ítreka mikilvægi þess að fallegt sé heim að líta.

Það er ekki verið að halda því fram að afurðir þeirra búa sem ekki sjá ástæðu til þess að taka til hjá sér þurfi að vera lakari en hinna sem fegrað hafa umhverfi sitt og ævinlega ganga snyrtilega frá öllum hlutum, en óneitanlega rýrir það hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða að sjá óreiðu og slóðahátt í umgengni og þrifum á framleiðslubæjum þeirra.

Vísitölufjölskyldan sem ekur um sveitir landsins á sumrin á að geta þekkt af ásýnd og umgengni á bæjum sem ekið er framhjá hvort liklegt sé að þar sé framleiddd mjólk, að geta einfaldlega þekkt mjólkurframleiðslubæji á ásýndinnni.
Ekki er þörf í smáatriðum að fara yfir það hvernig augljós snyrtimennska lítur út því það vita allir sem vilja vita en aðal áherslurnar mundu geta verið t.d. hrein og vel máluð húsakynni, snyrtileg uppröðun sjáanlegs vélbúnaðar, snyrtilegar heimreiðar og vel viðhaldnar girðinga, hreinir skurðir, en ekki síst fallega uppraðaðar heyrúllur og eða stórbaggar.

Það er einnig gremjulegt fyrir ábúendur snyrtilegra býla að búa í návist slóðaháttar jafnvel þó þar sé að finna öndvegisfólk sem hefur þann eina galla að hafa ekki í sér tiltektar forritið og sjá ekki eigin brotalöm.

Það eru mörg dæmi um býli þar sem búa eðalmenn, bráðskemmtilegir heim að sækja, hvers manns hugljúfi og hrókar alls fagnaðar en afleitir skussar til framangreindra hluta.
Slíka menn er vonlaust að skamma heima á hlaði því manni líkar svo vel við þá og hvern fjárann gerir maður þá.?

Ítreka enn gamla hugmynd um skylti við heimreið þar sem snyrtimennska er viðhöfð og viðkomandi fengi afhennt frá MS eða KS.
„Við framleiðum mjólk“
Ágætu bændur, gerið nú átak í þessum efnum, “Hreint bú, fagurt bú”.

Aftur í Blogg

Eftir langt hlé verð ég með pistla hér eftir þörfum og sá fyrsti kemur í vikunni.:)