Hrein bú.

Hreint og beint.

Allmargir mjólkurframleiðendur hugsa of lítið um snyrtimennsku og góða umgengni á býlum sínum og hefur áróður hvað þetta varðar virkað misjafnlega, þ.e.a.s. nokkrir bændur hafa því miður hafa ekki séð ástæðu til að fegra umhverfi sitt og bæta þannig ásýnd íslenskrar mjólkurframleiðslu
Tek það fram að nú tala ég um landið í heild þar sem ég ferðast mikið um það.

Líklegt er að á næstu árum aukist innfluttningur landbúnaðar afurða því kröfur um afnám verndartolla á innfluttar landbúnaðarafurðir bæði mjólkurvörur kjöt og grænmeti og aukið samstarf við ESB, þá verður enn meira aðkallandi en fyrr að ekki sé brotalöm í frumframleiðslunni þ.e.a.s. heima á framleiðslubæjunum og því er ástæða til að ítreka mikilvægi þess að fallegt sé heim að líta.

Það er ekki verið að halda því fram að afurðir þeirra búa sem ekki sjá ástæðu til þess að taka til hjá sér þurfi að vera lakari en hinna sem fegrað hafa umhverfi sitt og ævinlega ganga snyrtilega frá öllum hlutum, en óneitanlega rýrir það hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða að sjá óreiðu og slóðahátt í umgengni og þrifum á framleiðslubæjum þeirra.

Vísitölufjölskyldan sem ekur um sveitir landsins á sumrin á að geta þekkt af ásýnd og umgengni á bæjum sem ekið er framhjá hvort liklegt sé að þar sé framleiddd mjólk, að geta einfaldlega þekkt mjólkurframleiðslubæji á ásýndinnni.
Ekki er þörf í smáatriðum að fara yfir það hvernig augljós snyrtimennska lítur út því það vita allir sem vilja vita en aðal áherslurnar mundu geta verið t.d. hrein og vel máluð húsakynni, snyrtileg uppröðun sjáanlegs vélbúnaðar, snyrtilegar heimreiðar og vel viðhaldnar girðinga, hreinir skurðir, en ekki síst fallega uppraðaðar heyrúllur og eða stórbaggar.

Það er einnig gremjulegt fyrir ábúendur snyrtilegra býla að búa í návist slóðaháttar jafnvel þó þar sé að finna öndvegisfólk sem hefur þann eina galla að hafa ekki í sér tiltektar forritið og sjá ekki eigin brotalöm.

Það eru mörg dæmi um býli þar sem búa eðalmenn, bráðskemmtilegir heim að sækja, hvers manns hugljúfi og hrókar alls fagnaðar en afleitir skussar til framangreindra hluta.
Slíka menn er vonlaust að skamma heima á hlaði því manni líkar svo vel við þá og hvern fjárann gerir maður þá.?

Ítreka enn gamla hugmynd um skylti við heimreið þar sem snyrtimennska er viðhöfð og viðkomandi fengi afhennt frá MS eða KS.
„Við framleiðum mjólk“
Ágætu bændur, gerið nú átak í þessum efnum, “Hreint bú, fagurt bú”.